Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hádegistónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 4. desember 2014 kl. 14:54

Hádegistónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar

- á morgun í Bergi, Hljómahöll.

Tónlistarfélag Reykjanesbæjar dembir sér í aðventutónleikavertíðina og býður upp á dýrindis hádegistónleika á morgun, föstudaginn 5. desember í Bergi, Hljómahöll. Leikin verða ljúf jólalög af strengjakvartettnum Stilltur.
 
Strengjakvartettinn Stilltur er skipaður þeim Sigrúnu Harðardóttur og Margrét Soffíu Einarsdóttur fiðluleikurum, Þórunni Harðardóttur víólu og Grétu Rún Snorradóttur selló. Allar eru þær meðlimir í kammerhópnum Stillu sem hefur getið sér góðan orðstír í flutningi verka fyrir strengi og söng.
Kvartettinn hefur á síðustu misserum sinnt margvíslegum tónlistarflutningi við fjölbreyttar aðstæður og leggur metnað sinn í að flytja tónlist frá mismunandi tímabilum og stefnum. Auk þess að starfa við tónlistarflutning hafa flestir meðlimir hópsins einnig atvinnu af tónlistarskennslu og eru þær Þórunn og Gréta Rún kennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
 
Boðið verður upp á léttar veitingar að tónleikum loknum.  Nánari upplýsingar hér
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024