Gylfi Sigurðsson mætti í Reykjaneshöllina
- uppi varð fótur og fit.
Gylfi Sigurðsson heimsótti Reykjaneshöllina í gær og horfði á Njarðvíkurmótið í 6. flokki. Gylfi Þór Sigurðsson fékk rauða spjaldið í leik Swansea og Blackburn í enska bikarnum í fyrradag og er því á leið í þriggja leikja bann. Fótbolti.net greindi upphaflega frá.
Gylfi fékk leyfi hjá Swansea til að fara til Íslands í stutt frí og uppi varð fótur og fit þegar hann mætti að horfa á Njarðvíkurmótið. Gylfi mætti að fylgjast með ungum frænda sínum á mótinu en ungu fótboltastrákarnir voru fljótir að hópast að honum. Gylfi sinnti beiðnum eiginhandaráritanir og myndatökur glaður í bragði og ljóst er að margir ungir strákar í 6. flokki fara ánægðir að sofa í kvöld eftir að hafa hitt landsliðsmanninn knáa.