Gylfi Ægis á karlakvöldi NFS
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð í gær fyrir karlakvöldi þar sem Gylfi Ægisson skemmti með gömlum slögurum ásamt því að segja nokkrar vel valdar sögur af sjónum. Boðið var upp á pizzur og kók og fjölmenntu karlmenn skólans á viðburðinn eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Söngvakeppni NFS, Hljóðneminn fer fram á miðvikudaginn, 10 febrúar á sal skólans, en aðgangseyrir á keppnina verða 500 krónur. Daginn eftir verður dansleikur í Top Of The Rock þar sem útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Heiðar Austmann sér um fjörið.
VF-myndir/ Hildur Björk Pálsdóttir og Bjarki Rúnarsson