Gunnuhver fallegasta náttúruperlan á Suðurnesjum
- Siggi kafari er Suðurnesjamaður vikunnar.
Sigurður Örn Stefánsson, eða Siggi kafari, er Suðurnesjamaður vikunnar. Siggi er kafari að atvinnu og hefur frá árinu 1998 rekið köfunarþjónustu. Á dögunum tók hann þátt í að koma tveimur skipum á flot, fyrst í Njarðvíkurhöfn en síðan sanddæluskipinu Perlu í Reykjavíkurhöfn.
Nafn: Sigurður Örn Stefánsson.
Aldur: 40 ára.
Fjölskylda: Eiginkona og fjórir synir.
Áhugamál: Skotveiði og köfun.
Leyndur hæfileiki: Hann er ekki fundinn ennþá.
Fyrsta bernskuminningin: Að renna á snjóþotu í Kópavogi, í brekku fyrir utan blokk.
Uppáhaldsnammi: Twix.
Uppáhaldsbók: Bækurnar um Elías.
Gæludýr: Hundurinn Perla.
Fallegasta náttúruperla á Suðurnesjum: Gunnuhver.