Gunnhildur sýnir í Hannesarholti
Á sýningunni Magn í Hannesarholti í Reykjavík eru glæný verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur, bæði tví- og þrívíð, sem fjalla um liti lífsins, neyslu mannsins og magn, þ.e. stærð, fjölda, ofnotkun efna eða jafnvel magn sem mátt eða afl.
Öll verkin á sýningunni eru einnig gerð úr endurunnum listaverkum á striga, endurnotuðum rafmagnsvírum, brotum, hlutum eða afskurði úr hinum ýmsu efniviðum t.d. timbri, plasti og málmum.
Sýningin verður opin 10.–29. október frá kl. 11:30 til 16 alla daga nema sunnudaga og mánudaga.