Gunnhildur Halla heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Nýráðinn organisti Ytri-Njarðvíkurkirkju, Gunnhildur Halla Baldursdóttir, heldur tónleika ásamt eiginmanni, Julian Edward Isaacs og kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju í kirkjunni næstkomandi föstudagskvöld kl. 18.
Efnisskráin er fjölbreytt en Gunnhildur mun m.a. flytja ítalskar aríur eftir Handel, þýsk ljóð eftir Brahms og íslensk þjóðlög við undirleik Julians.
Þá mun kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngja huggulega taize sálma, og síðast en ekki síst verða flutt orgelverk eftir m.a. J.S. Bach og Gordon Young.
Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir á notalega stund í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Mynd:/elg: Ytri Njarðvíkurkirkja.
Efnisskráin er fjölbreytt en Gunnhildur mun m.a. flytja ítalskar aríur eftir Handel, þýsk ljóð eftir Brahms og íslensk þjóðlög við undirleik Julians.
Þá mun kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngja huggulega taize sálma, og síðast en ekki síst verða flutt orgelverk eftir m.a. J.S. Bach og Gordon Young.
Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir á notalega stund í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Mynd:/elg: Ytri Njarðvíkurkirkja.