Gunnhildur Halla heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Nýráðinn organisti Ytri-Njarðvíkurkirkju, Gunnhildur Halla Baldursdóttir, heldur tónleika ásamt eiginmanni, Julian Edward Isaacs og kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju í kirkjunni næstkomandi föstudagskvöld kl. 18.Efnisskráin er fjölbreytt en Gunnhildur mun m.a. flytja ítalskar aríur eftir Handel, þýsk ljóð eftir Brahms og íslensk þjóðlög við undirleik Julians.
Þá mun kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngja huggulega taize sálma, og síðast en ekki síst verða flutt orgelverk eftir m.a. J.S. Bach og Gordon Young.
Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir á notalega stund í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Mynd:/elg: Ytri Njarðvíkurkirkja.






