Gunnar Þórðarson & Jón Ólafsson í Hljómahöll
– Af fingrum fram í október
Spjalltónleikaröðin Af fingrum fram hefur gengið fyrir fullu húsi í Salnum, Kópavogi síðustu sex árin og nú mætir gestgjafinn í Stapann ásamt sjálfum Gunnari Þórðarssyni sem þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjamönnum.
Lög þessa meistara melódíunnar eru löngu greypt í þjóðarsálina og mun hann flytja sín þekktustu lög milli þess sem hann rabbar við Jón Ólafsson um einstakan tónlistarferil og lífshlaup.
Tónleikarnir verða þann 24. október og hefjast kl. 20:30. Húsið opnar kl. 19:30.
Miðasala hefst föstudaginn 26. júní kl. 11:00.