Gunnar Ingi gefur út nýtt lag
Gunnar Ingi Guðmundsson lagahöfundur, sem gaf út plötuna Eyðibýli í september, gaf nýverið út nýtt lag sem heitir We´ll find rain.
„Ég átti þennan lagabút til sem mér fannst nokkuð góður og vildi halda áfram með. Upphafleg pæling var að gera píanóballöðu en svo fékk ég þá hugmynd að gera þetta sem eins konar kvikmyndalag og er útkoman poppballaða í dramatískum kvikmyndastíl. Textinn er eftir Erin Brassfield Bourke og fékk hún þá hugmynd í huga sér af tveimur manneskjum sem lenda saman í skyndilegum rigningarstormi og fyllast gleði og fjallar textinn á tilfinningaþrunginn og sjónrænan hátt um missi ástvina vegna sambandsslita, andláts eða í myndlíkri upplifun af hvoru tveggja og er fjallað um í nostalgísku samtali við manneskjuna sem hún hefur misst og í minningunni hlægja þau saman á meðan rigningin dregur þau bæði í bleyti.“
Lagið er sungið af Rakel Pálsdóttir og er að finna á streymisveitunum Spotify og Apple music og eins er komið myndband við lagið sem er meðfylgjandi þessari grein.
Stefán Örn Gunnlaugsson sá um upptökur, hljóðblöndun
Sigurdór Guðmundsson á um masteringu.