Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gunnar Helgason skapandi á Suðurnesjum
Þriðjudagur 6. október 2020 kl. 09:25

Gunnar Helgason skapandi á Suðurnesjum

Gunnar Helgason rithöfundur verður með smiðjur í skapandi skrifum fyrir börn í 3. - 6. bekk á öllum Suðurnesjum. Smiðjurnar fara fram dagana 5. - 13. október í Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.

Markmiðið er að hvetja börn á svæðinu til að skapa sinn heim og senda inn ljóð, lagatexta, leikrit, stuttmyndahandrit eða smásögu til krakkaRÚV og taka þátt í Sögur - verðlaunahátíð barnanna. Þar verður verk í hverjum flokki valið sem verður að veruleika!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sögur eru stórt samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun. Markmið verkefnisins er að auka læsi og áhuga á íslenskum barnabókum og sögum og í leiðinni upphefja barnamenningu á Íslandi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.

Um áramótin verður valið úr innsendu efni. KrakkaRÚV velur handrit og framleiðir stuttmyndir, Menntamálastofnun velur smásögur og gefur þær út í rafbókinni Risa-Stórar-Smásögur, fagfólk í tónlist velur lög og texta til að vinna áfram með höfundum, Borgarleikhúsið velur 2 verk til að setja á svið sem útskriftarverk Leiklistarskóla Borgarleikhússins og að þessu sinni bætast við ein verðlaun. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verðlaunar Ungmennahandrit ársins 2021 í tilefni af 50 ára heimkomuafmæli handritanna okkar frá Danmörku.

Dagskrá:
Grindavík: 6., 8. og 13. október frá klukkan 16 - 17 í Grunnskóla Grindavíkur.
Reykjanesbær: 5., 7. og 12. október frá klukkan 16 - 17 í DUUS safnahúsum.
Suðurnesjabær: 5., 7. og 12. október frá klukkan 14 - 15 í Sandgerðisskóla.
Vogar: 6., 8. og 13. október frá klukkan 14 - 15 í Stóru - Vogaskóla.

Skráning fer fram á Bókasöfnunum.


Viðburðurinn Sögur - skapandi skrif eru samstarfsverkefni almennings bókasafna Suðurnesja sem styrkt eru af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.