Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gunnar Helgason leikstýrir hjá Leikfélagi Keflavíkur
Gunnar Helgason.
Fimmtudagur 16. janúar 2014 kl. 14:19

Gunnar Helgason leikstýrir hjá Leikfélagi Keflavíkur

Fyrsti félagsfundur LK verður í kvöld.

Gunnar Helgason mun leikstýra Ávaxtakörfunni hjá Leikfélagi Keflavíkur, en hann á að baki fjölmargar leiksýningar sem leikstjóri og leikari, auk þess sem hann hefur sent frá sér vinsælar bækur fyrir börn og samið og leikið barnaefni af ýmsu tagi.

Í kvöld mun fara fram almennur félagsfundur þar sem vorverkefni LK, Ávaxtakarfan, verður kynnt. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Frumleikhúsinu að Vesturgötu 17. Allir 16 ára og eldri sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju tengdu uppsetningunni eru velkomnir. Feiknafjör og gleði framundan í Frumleikhúsinu.

Nánari upplýsingar í síma 421-2540.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024