Gummi Steinars vekur athygli í myndbandi Inspired by Iceland
Keflvíski knattspyrnumaðurinn, sundþjálfarinn og kennarinn Guðmundur Steinarsson er í burðarhlutverki sem mennska leitarvélin #askGudmundur í myndbandi á vegum Inspired by Iceland. Nokkrir þekktir staðir á Reykjanesi, innanhúss og útanhúss, koma fram í myndbandinu, svo sem Hvalsneskirkja, Víkingaheimar og Sundmiðstöðin í Keflavík.
Í umsögn um Guðmund með myndbandinu er hann sagður vera íþróttafrík og meðal hæfileika hans sé að leggja í körfu frá hægri og vinstri (sem körfuboltaþjálfari hjá Keflavík segi vera fáránlegt). Þá sé Guðmundur í myndbandinu „ekki að gera eigin útgáfu af grillaðri pizzu í ofninum heima hjá sér“.