Gummi Jóns á Yello
Miðvikudaginn 21. júní mun Guðmundur Jónsson hinn snjalli gítarleikari Sálarinnar halda tónleika á Yello. Gummi er án efa einn allra besti tónlistarmaður landsins og hefur samið ófáan smellinn.
Tilefni tónleikanna er útgáfa á fyrsu sólóplötu kappans en hún ber nafnið „Jaml.“ Tónleikarnir hefjast kl. 22 og kostar 1000. kr inn.