Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gulli Helga og Tvíhöfði á Kananum
Föstudagur 14. ágúst 2009 kl. 18:14

Gulli Helga og Tvíhöfði á Kananum

Útvarpsmaðurinn kunni, Gulli Helga, verður með morgunþáttinn milli kl. 9-12 á Kananum FM 91,9 sem hefur útsendingar frá höfuðstöðvunum á Ásbrú í Reykjanesbæ um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram á Facebook-síðu nýju útvarpsstöðvarinnar.

Þar kemur einnig fram að þeir Tvíhöfðafélagar, Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr, hafa samið við Kanann og mæta gallharðir í útsendingu þann 5. September nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áður hefur komið fram í fréttum að Kaninn FM 91,9 hefur samið við „landslið“ útvarpsfólks sem mun leggja stöðinni lið.