Gullaldardrengir hittust í morgunmat
Nokkrir af gullaldardrengjum úr Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli hittast reglulega til að rifja upp gömlu góðu dagana í slökkviliðinu þegar Varnarliðið var enn á Vellinum.
Í morgun hittist hópurinn á Hótel Keflavík þar sem spjallað var saman yfir góðum morgunmat. Myndin var tekin við lok fundar framan við hótelið.