Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Gular og glaðar
  • Gular og glaðar
Föstudagur 15. ágúst 2014 kl. 11:59

Gular og glaðar

– Bryndís Gunnlaugs bloggar

Fyrr í sumar auglýsti Heklan eftir bloggurum sem hafa áhuga á því að kynna Reykjanes og það sem Suðurnesjamenn eru að gera í samfélagsmiðlum.

Nokkrir pennar hafa tekið við sér og eru farnir að blogga eða setja inn myndir af Reykjanesi.

Miðlarnir sem hægt er nota eru fjölbreyttir s.s. tumblr, twitter, instagram, pinterest, flickr, youtube og vimeo. Hægt er að velja einn miðil eða fleiri.



Einn af þeim er bloggarinn Bryndís Gunnlaugs úr Grindavík. Hér er nýjasti pistillinn hennar.

Ég hef aldrei skilið afhverju fólk talar um íþróttir og menningu eins og aðskylda hluti. Fyrir mér eru íþróttir menning enda getur vel útfærð flétta í körfubolta er endar á auðveldu sniðskoti skapað sömu tilfinningar hjá mér eins og stórkostlegt lag á tónleikum.*

Menning vekur upp tilfinningar, bæði gleði og sorg. Kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu hefur svo sannarlega vakið mikla gleði hjá bæjarbúum bæði innan vallar sem utan. Auglýsingar þeirra kalla fram bros og hvetur okkur til að taka þátt í baráttu þeirra inn á vellinum.

Hér má sjá skemmtilegar auglýsingar hjá stelpunum frá því í sumar og seinasta sumar

*Snorri vinur minn sendi mér einmit tilvitnun sem á svo vel við “Besta skilgreining á menningu sem ég hef heyrt er frá fyrrverandi háskólarektor, Páli Skúlasyni, en hann sagði að menning væri allt það sem þjóðin tæki sér fyrir hendur. Öll tónlist, allar íþróttir og allar uppákomur væru því óhjákvæmilega hluti af menningu okkar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024