Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðrún sýnir á Listatorgi
Þriðjudagur 14. júní 2011 kl. 16:06

Guðrún sýnir á Listatorgi

Guðrún J. Karlsdóttir, myndlistarkona úr Keflavík opnar sína tíundu einkasýningu á Listatorgi í Sandgerði, þriðjudaginn 14. júní og stendur sýningin yfir til sunnudagsins 26. júní.


Guðrún er áhugafólki um myndlist á Suðurnesjum af góðu kunn. Hún hefur verið virk í starfi Baðstofunnar og Listafélags Reykjaness um ára raðir og tekið þátt í fjölda samsýninga á þeirra vegum. Guðrún hefur sótt fjölda námskeiða, sem þessi félög hafa staðið fyrir og notið þar handleiðslu fjölda góðra leiðbeinenda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þessi sýning Guðrúnar er í raun þrískipt. Í öndvegi sýningarinnar eru ævintýralegar myndir úr töfraheimi hverasvæðisins í Krísuvík. Þá eru nokkrar myndir af uppstillingum og síðast en ekki síst eru nokkrar ,,Heilladísamyndir” sem gert hafa góða lukku á umliðnum árum.


Nú eru tæp tíu ár frá því að Guðrún hélt sína fyrstu einkasýningu.


Listatorg í Sandgerði er opið alla daga vikunnar á milli kl. 13:00 og 17:00. Allir eru hjartanlega velkomnir að líta við og njóta.