Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Guðrún Hrönn í Suðsuðvestur
Miðvikudagur 4. október 2006 kl. 15:52

Guðrún Hrönn í Suðsuðvestur

Laugardaginn 7.október kl.17. opnar Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir innsetningu í sýningarými Suðsuðvesturs á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ.

Guðrún Hrönn hefur í gegnum tíðina notað myndavélina til að skrásetja og skissa hversdagslegt manngert umhverfi sem að öllu jöfnu menn sjá útundan sér eða taka jafnvel ekki eftir. Þessi rannsókn er fólgin í því að skrásetja hversdagslega hluti sem af einhverjum ástæðum vekja athygli hennar vegna nostalgíu, litar, forms eða vegna þess að það virkar skrítið/annarlegt og jafnvel kómískt.

Á ferðalögum sínum ljósmyndar hún og kvikmyndar það umhverfi sem hún dvelst í hverju sinni. Undanfarin ár hefur Guðrún Hrönn ferðast um löndin við Balkanskaga og Rússland og skrásett með myndavélinni hluti sem henni hafa komið spánskt fyrir sjónir. Þótt hlutirnir sem skrásettir eru séu þekkjanlegir úr okkar eigin umhverfi eru þeir settir fram á annan hátt og gefa því ástæðu til vangaveltna og nánari skoðunar. Fyrir vikið virðast þeir skrítnir en fallegir.

Sýningin stendur til 29.október og verður hún opin föstudaga frá kl.16.-18. og um helgar frá kl.14.-17.30. Einnig er hægt að fá að skoða sýninguna eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar fást á www.sudsudvestur.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024