Guðni vinsæll
Bók Sigmundar Ernis um Guðna Ágústsson er á meðal vinsælustu bókanna fyrir þessi jól, samkvæmt sölulistum. Guðni er enda óneitanlega og í bókstaflegri merkingu með svipmeiri stjórnmálamönnum í íslenskri pólitík hin síðari ár. Guðni var mættur í Samkaup á föstudaginn þar sem hann áritaði bókina góðu og voru margir viðskiptavinir sem nýttu sér það.
Í bókaflórunni fyrir þessi jól eru þó nokkrar nýútkomar bækur sem tengjast Suðurnesjum og Suðurnesjahöfundum. Má þar nefna Ævintýraþorpið eftir Ólaf Ormsson, þar sem höfundur rifjar upp æskuár sín í Keflavík á sjötta áratug 20. aldarinnar.
Þá er komin út eftir Friðþór Eydal afar merkileg bók undir heitinu Frá heimsstyrjöld til herverndar, þar sem höfundur lýsir tilurð og starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar á örlagatímum. Bókin hefur að geyma gullnámu af áður óbirtum fróðleik og myndefni.
Rithöfundurinn Bryndís Jóna Magnúsdóttir frá Reykjanesbæ er mætt til leiks með nýja bók, þriðju jólin í röð. Bókin heitir Beygluð og brotin hjörtu og segir frá gleði og sorgum unglingsins Júlíu.
Að lokum má geta þess að strand Wilson Muuga varð umfjöllunarefni Óttars Sveinssonar í nýjustu bók hans í Útkallsbókaröðinni. Í henni er m.a. að finna fjölda mynda eftir ljósmyndara Víkurfrétta. Þann 19. desember er liðið eitt ár frá strandinu og munum við segja frá því í vikunni, bæði í Víkurfréttum og hér á vefnum. Munum við m.a. sýna áður óbirtar myndir frá strandinu.
Mynd: Guðni áritaði bókina í Samkaupum á föstudaginn. VF-mynd: elg.
Í bókaflórunni fyrir þessi jól eru þó nokkrar nýútkomar bækur sem tengjast Suðurnesjum og Suðurnesjahöfundum. Má þar nefna Ævintýraþorpið eftir Ólaf Ormsson, þar sem höfundur rifjar upp æskuár sín í Keflavík á sjötta áratug 20. aldarinnar.
Þá er komin út eftir Friðþór Eydal afar merkileg bók undir heitinu Frá heimsstyrjöld til herverndar, þar sem höfundur lýsir tilurð og starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar á örlagatímum. Bókin hefur að geyma gullnámu af áður óbirtum fróðleik og myndefni.
Rithöfundurinn Bryndís Jóna Magnúsdóttir frá Reykjanesbæ er mætt til leiks með nýja bók, þriðju jólin í röð. Bókin heitir Beygluð og brotin hjörtu og segir frá gleði og sorgum unglingsins Júlíu.
Að lokum má geta þess að strand Wilson Muuga varð umfjöllunarefni Óttars Sveinssonar í nýjustu bók hans í Útkallsbókaröðinni. Í henni er m.a. að finna fjölda mynda eftir ljósmyndara Víkurfrétta. Þann 19. desember er liðið eitt ár frá strandinu og munum við segja frá því í vikunni, bæði í Víkurfréttum og hér á vefnum. Munum við m.a. sýna áður óbirtar myndir frá strandinu.
Mynd: Guðni áritaði bókina í Samkaupum á föstudaginn. VF-mynd: elg.