Guðni Ágústsson fór á kostum á Bryggjunni
Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra var milliliðalaust á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík á dögunum. Fjölmenni hlýddi á Guðna fara á kostum þar sem hann kom víða við, sló á létta strengi, stóð fyrir spurningakeppni og ræddi um stjórnmálaástandið eins og sjá má í myndbandinu hér sem birt var á heimasíðu Grindavíkurbæjar.