Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðmundur Rúnar með Barnajól
Sunnudagur 2. nóvember 2014 kl. 15:19

Guðmundur Rúnar með Barnajól

Út er komin diskurinn Barnajól sem inniheldur 16 íslensk jólalög sem sungin hafa verið í af börnum og fullorðnum í áratugi. Lögin eru flutt og útsett sérstaklega þannig að þau haldi uppruna sínum og falli vel að jólahaldi og jólaskemmtunum - að ganga í kring um jólatré.

Á disknum eru lögin;
Nú er Gunna á nýju skónum, Þyrnirós er besta barn, Bráðum koma blessuð jólin, Í skóginum stóð kofi einn, Pabbi segir,  Jólasveinar ganga um gólf, Það búa litlir dvergar,Gekk ég yfir sjó og land, Göngum við í kring um, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Adam átti syni sjö, Nú skal segja, Jólasveinar einn og átta, Klukkurnar dingalinga ling, Snæfinnur snjókarl, Það á að gefa börnum brauð.

Flytjendur eru Guðmundur Rúnar ásamt börnum. Diskur þessi er annar í röðinni „Gömlu góðu“, en í fyrra kom út diskurinn „Gömlu góðu barnalögin“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024