Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Guðmundur Rúnar endurnýtir hjólkoppa
    Skrautlegur hjólkpppur orðinn að listaverki.
  • Guðmundur Rúnar endurnýtir hjólkoppa
    Guðmundur Rúnar Lúðvíksson
Þriðjudagur 1. júlí 2014 kl. 09:38

Guðmundur Rúnar endurnýtir hjólkoppa

Sýning á 1000 verkum frá 35 löndum.

Listamaðurinn Guðmundir Rúnar Lúðvíksson tekur um þessar mundir þátt í áhugaverðu verkefni sem fram fer í Bandaríkjunum. Í haust verður opnuð sýning á yfir 1000 verkum frá 35 löndum sem unnin eru á/með hjólkoppa sem listamennirnir hafa fundið á förnum vegi í sínu heimalandi og breytt þeim í listaverk.

Sýningin heitir Second Time Around: The Hubcap as Art og er sýnd í Museum of the Shenandoah Valley Winchester USA.

Í samtali við Víkurfréttir segir Guðmundur Rúnar að hann telji að þessi sýning og verkin þar gætu kveikt neistann hjá einhverjum til frekari sköpunar og opnað augu margra með hvað hægt er að gera skemmtilega hluti ef hugurinn er opinn og jákvæður.

Meðfylgjandi eru myndir af með nokkrum hjólkoppum sem verða á sýningunni en finna má upplýsingar um sýninguna og verkefnið hér og hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024