Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 15:06

GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON ALÞINGISMAÐUR:

SAMFYLKING Á FULLRI FERÐ! og stefnir þar á 2. sæti listans. Samfylking Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista er loks komin á beinu brautina. Eftir langar og um margt erfiðar fæðingarhríðir er nú gatan greið til kröftugrar og markvissrar kosningabaráttu, þar sem Samfylking jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis, mun gera glögga grein fyrir stefnumálum sínum og vera sá valkostur sem fjölmargir hafa beðið eftir í íslenskum stjórnmálum. Nú stendur fyrir dyrum að velja á og stilla upp framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi og verður það gert með prófkjöri 5.og 6.febrúar næstkomandi. Það er mikilvægt að vel takist til og saman veljist góður og dugmikill hópur fólks. Það standa öll efni til þess, því nú þegar er fyrirséð að fjöldi góðra manna og kvenna gefur kost á sér til setu á listanum. Þess vegna er ástæða til að hvetja alla áhugamenn um vöxt og viðgang jafnaðarstefnu og félagshyggju að taka þátt í prófkjörinu. TIL FORYSTU Ég mun bjóða mig fram í prófkjörinu og leita eftir stuðningi til að leiða hinn nýja lista Samfylkingarinnar í góðri samvinnu við félaga mína. Í þessu prófkjöri verður valin ný forysta fyrir nýja stjórnmálahreyfingu, sem byggir að sönnu á gömlum og traustum grunni. Ég býð mig ekki fram gegn einum né neinum, heldur fyrst og síðast starfskrafta mína og stefnumið. Prófkjör er lýðræðisleg leið, þar sem stuðningsmenn raða samherjum á framboðslista. ÖFLUGUR VALKOSTUR Samfylking jafnaðar og félagshyggju er mætt til leiks - eini raunhæfi valkostur launafólks og alls almennings, valkostur gegn sérhagsmunum og blindri markaðshyggju núverandi stjórnarflokka, valkostur almannaheilla, þar sem raunverulegt frelsi einstaklingsins í einkalífi sem og í atvinnulífi er í heiðri haft, en samhjálp og samstaða er jafnframt ríkjandi. Oft var þörf - nú er nauðsyn. Tökum höndum saman - fyrst í prófkjörinu, svo í kosningunum og síðan í samvinnu um að endurskapa íslenskt þjóðfélag, þar sem frelsið, jafnréttið og bræðralagið eru í öndvegi. Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024