Guðfinnur veislustjóri á Þorrablóti Keflavíkur
Dagskrá Þorrablóts Keflavíkur 2015 er orðin fullmótuð. Óhætt er að segja að dagskráin sé stórkostleg og hvert stórskotaliðið á fætur öðru mun sjá um að stemmningin Í TM-Höllinni verði ógleymanleg.
Veislustjóri kvöldsins verður hinn geðþekki Keflvíkingur og fyrrum dagskrárgerðarmaður á RÚV, Guðfinnur Sigurvinsson. Húsið opnar kl. 18.30 og þegar gestir ganga í salinn og þar til Guðfinnur tekur við veislustjórn munu goðsagnirnar Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgasona spila sínar helstu perlur. Þorramaturinn verður auðvitað á sínum stað ásamt einhverjum kræsingum fyrir gikkina en fjórða árið í röð mun knattspyrnudómarinn Magnús Þórisson sjá um matseldina. Keflavíkurannállinn, sá þriðji í röðinni, verður frumfluttur á risaskjám að mat loknum en eins og menn muna vakti annállinn mikla athygli í fyrra enda eintómir snillingar sem að honum koma. Tónlistin tekur svo aftur við að loknum annál en stórsöngvararnir Sigríður Beinteins, Eyþór Ingi og sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson munu stíga á sviðið áður en Ingó Veðurguð endurtekur leikinn frá því í fyrra með brekkusöng sem allir gestir munu að sjálfsögðu taka undir. Að skemmtiatriðum loknum mun svo hefjast dansleikur með Ingó og Veðurguðunum.
Veislustjóri kvöldsins verður hinn geðþekki Keflvíkingur og fyrrum dagskrárgerðarmaður á RÚV, Guðfinnur Sigurvinsson. Húsið opnar kl. 18.30 og þegar gestir ganga í salinn og þar til Guðfinnur tekur við veislustjórn munu goðsagnirnar Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgasona spila sínar helstu perlur. Þorramaturinn verður auðvitað á sínum stað ásamt einhverjum kræsingum fyrir gikkina en fjórða árið í röð mun knattspyrnudómarinn Magnús Þórisson sjá um matseldina. Keflavíkurannállinn, sá þriðji í röðinni, verður frumfluttur á risaskjám að mat loknum en eins og menn muna vakti annállinn mikla athygli í fyrra enda eintómir snillingar sem að honum koma. Tónlistin tekur svo aftur við að loknum annál en stórsöngvararnir Sigríður Beinteins, Eyþór Ingi og sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson munu stíga á sviðið áður en Ingó Veðurguð endurtekur leikinn frá því í fyrra með brekkusöng sem allir gestir munu að sjálfsögðu taka undir. Að skemmtiatriðum loknum mun svo hefjast dansleikur með Ingó og Veðurguðunum.
Miðarnir rjúka út en tæplega 650 miðar hafa verið pantaðir!
Guðfinnur Sigurvinsson verður veislustjóri á Þorrablóti Keflavíkur. Hans bíður mikið verk að taka við af Jóni Birni Ólafssyni sem farið hefur hamförum í veislustjórn undanfarin ár.