Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Guðbergur Bergsson tilnefndur fyrir bók sína Tómas Jónsson-metsölubók
Þriðjudagur 29. maí 2018 kl. 12:35

Guðbergur Bergsson tilnefndur fyrir bók sína Tómas Jónsson-metsölubók

Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson hefur fengið tilnefningu til bandarísku bókmenntaverðlaunanna Best Translated Book Awards fyrir bók sína Tómas Jónsson- metsölubók í flokki skáldsagna.

Afhending verðlaunanna verður fimmtudaginn 31. maí á kaupstefnunni New York Rights Fair. Í verðlaun eru fimm þúsund dollarar fyrir bæði höfunda og þýðendur og kemur fjárhæðin frá Amazon Literary Partnership sjóðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bókin Tómas Jónsson- metsölubók kom út í Bandaríkjunum sumarið 2017 en í fyrra voru fimmtíu ár liðin frá útgáfu bókarinnar og er hún talin hafa markað straumhvörf í bókmenntasögu landsins. Þá hefur hún oft verið nefnd fyrsta íslenska nútímaskáldsagan.