Guðbergskvöld á Bókasafninu
Sannar sögur Guðbergs Bergssonar verða til umfjöllunar á Guðbergskvöldi á Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 20:00. Sannar sögur er heiti á nýlegri endurútgáfu þriggja skáldsagna Guðbergs sem fyrst birtust á prenti á árunum 1973-1976. Þetta eru sögurnar Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu, en saman mynda þær samfellt verk. Gerð sagnanna hefur jafnframt verið endurskoðuð af höfundi.Félagar úr Leikfélagi Keflavíkur lesa upp úr Sönnum sögum og Guðbergur svarar fyrirspurnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.Þá mun Ægir Sigurðsson, kennari og jarðfræðingur, halda fyrirlestur um jarðfræði Suðurnesja í Bókasafni Reykjanesbæjar nk. laugardag kl. 16. Fyrirlesturinn er hluti af M 2000 dagskrá menningarborgar Evrópu