„Guð fæddist á páskunum“
Skemmtilegast að leika á trampólíni í sumarbústað.
Kamilla Alisa Aref og systurnar Emma Jónsdóttir og Júlía Inga Jónsdóttir voru að leika sér í tæki í verslunarkjarnanum í Krossmóa þegar blaðamann Víkurfrétta bar þar að garði. Þær voru alveg til í smá spjall.
Systurnar Emma og Júlía Inga sögðust ætla að fara í bústað að leika sé um páskana. Skemmtilegast væri að leika sér trampólíni. Og enn skemmtilegra að fara í vatnsstríð á trampólíinu. Kamilla ætlaði að vera heima um páskana og sagðist fá eitt páskaegg, nr. 4. Emma sagðist vera búin að fá tvö páskegg og Júlía Inga bætti við: „Kannski fáum við eitt frá ömmu og afa líka. Númer fjögur!“ Þær voru sammála um að páskaegg með karamellubitum væru best.
Þegar stöllurnar voru spurðar að því hvort þær vissu hvað gerðist á páskunum þá svaraði Emma fljótt:. „Guð fæddist á páskunum!“ en Júlía Inga leiðrétti hana: „Nei, Jesú var krossfestur!“