Grýla fann óþekka krakka í Heiðarskóla
„Ég er óþekk! Ég er óþekkur!“ glumdi í samkomusal Heiðarskóla þegar Grýla gekk um salinn til þess að finna óþekk börn. Þessir frökku og óhræddu krakkar komu úr elstu árgöngum Heiðarsels og Garðasels, sem eru nágrannaleikskólar Heiðarskóla.
Nemendur úr 8., 9. og 10. bekk í Heiðarskóla sýndu í morgun árlegt jólaleikrit leikskólabörnin og 1. bekk skólans. Leikhópurinn hefur undanfarnar vikur æft leikritið í valáfanga sem nefnist Leik- og sönglist.
Heiðarskóli á gott og mikið samstarf við þessa tvo nágrannaleikskóla sem nefnist Brúum bilið. Það er liður í að leyfa þessum tilvonandi grunnskólanemum að kynnast starfi og húsakynnum skólans. Börnin skemmtu sér vel og voru í senn mjög prúð og góð meðan á sýningu stóð.
Undirgefinn Leppalúði syngur armæðulega í fjarveru Grýlu.
Spenningur var meðal leikenda baksviðs.
Sviðsmyndin var flott hjá krökkunum.
Salurinn var þéttsetinn.
Leikarar kynntir til leiks.