Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Mannlíf

Grunnskólinn í Sandgerði fékk góða gjöf
Mánudagur 10. nóvember 2008 kl. 14:24

Grunnskólinn í Sandgerði fékk góða gjöf

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Grunnskólinn í Sandgerði fékk góða heimsókn á dögunum. Hafsteinn Guðnason, fyrrum nemandi skólans og skipstjóri frá Breiðabliki í Sandgerði, færði skólanum að gjöf 5 uppstoppað fugla úr einkasafni sínu. Fuglarnir eiga það sameiginlegt (að einum undanskyldum) að hafa komið inn um opinn brúarglugga eða kýrauga langt út á sjó, oft í vondum veðrum. Fuglarnir voru allir stoppaðir upp af Kristjáni Geirmundssyni.

Fuglarnir eru :

Starri;
sem kom inn um brúarglugga þar sem Hafsteinn var á veiðum djúpt á Jökultungunni árið 1967. Þess má geta að Starrinn hafði þá ekki enn numið land á Íslandi.

Söngþröstur og Litli garðsöngvari;
sem komu báðir um borð þegar siglt var austur með suðurströndinni 1971.

Glókollur;
sem kom inn um kýraugað í borðsal í svarta þoku í Skagerak árið 1974 og settist á öxl Hafsteins þar sem hann sat ásamt félögum sínum og spilaði Brids.

Kría;
sem Hafsteinn fann dauða í vegkanti nálægt Kirkjubóli milli Garðs og Sandgerðis.

Starfsmenn og nemendur skólans kunnu vel að meta höfðinglega gjöf Hafsteins og færa honum þakkir fyrir.

Heimasíða Grunnskólans í Sandgerði: www.sandgerdisskoli.is

Mynd: Hafsteinn Guðnason, skipstjóri frá Breiðabliki og Fanney Dóróthe, skólastjóri með fuglana á milli sín.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25