Grunnskóli Sandgerðis skreyttur bak og fyrir
Þemaviku í Grunnskóla Sandgerðis lauk í gær með frábærri sýningu á því sem krakkarnir hafa unnið að í þrjá daga, tvo tíma í senn. Þemað að þessu sinni voru löndin sem útlendu krakkarnir koma frá og eru þau fleiri en fólk bjóst við. Einnig voru skemmtiatriði á sal. Foreldrar, ættingjar og vinir mættu til að skoða afrakstur þemavikunnar í gærmorgun og kennarar ásamt nemendum kynntu verkin fyrir gestum og gangandi.
Fleiri myndir frá þemadögunum má sjá í ljósmyndasafni Víkurfrétta með því að smella hér.
Ljósmyndir: Siggi Jóns