Grunnskólanemi vikunnar
Nafn: Una Rós Unnarsdóttir.
Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti og körfubolti.
Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 10. E og er 15 ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Grindavíkur? Félagsmiðstöðin.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Nei ekki alveg en ætla allavega að fara í skóla.
Ertu að æfa eitthvað? Já, fótbolta og körfubolta.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila fótbolta og körfu og vera með vinum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ekki margt sem mér finnst leiðinlegt að gera en það er örugglega samt leiðinlegast að taka til.
Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? Íþróttir eru skemmtilegastar en enska er leiðinlegust.
Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Fjölskyldunnar og vina.
Uppáhalds matur: Humar.
Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn sérstakur.
Uppáhalds app: Snapchat.
Uppáhalds hlutur: Síminn minn.
Uppáhalds þáttur: Neighbours.