Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Grunar að minn innri maður tali þýsku
Mánudagur 25. desember 2017 kl. 07:00

Grunar að minn innri maður tali þýsku

- Guðmundur Egill vinnur hjá EA Games

Guðmundur Egill Bergsteinsson býr í Köln í Þýskalandi en hann er fæddur og uppalinn Grindvíkingur. Guðmundur er að upplifa draum margra ungra drengja en hann starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu EA Games og var meðal annars að leggja lokahönd á nýjasta FIFA leikinn. Við fengum Guðmund til að svara nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur.

Hvar býrð þú og hvað ertu að gera?
Þessa dagana bý ég í Köln í Þýskalandi og starfa hjá fyrirtækinu EA Games þar sem við vorum að leggja lokahönd á nýjasta FIFA leikinn. Ekkert að þakka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvers vegna fluttir þú út?
Ég fór út í leit að innri manni og mig grunar að hann tali þýsku.

Hverjir eru kostirnir við það að búa erlendis?
Kostirnir við það að búa erlendis eru að ég fæ að soga í mig aðra menningu, kynnist nýju fólki og síðan fæ ég líka að upplifa og læra nýja hluti á hverjum einasta degi. Maður hatar líka ekki að opna sér einn kaldan með strákunum úr vinnunni, áfengið er rosa ódýrt hérna í Deutschland.

Saknar þú einhvers á Íslandi?
Sakna aðallega að geta eytt köldu vetrarkvöldunum með elsku Stefaníu minni.

Mælir þú með því að flytja erlendis?
Hef alltaf haldið mikið upp á það sem pabbi sagði við mig þegar ég var yngri, „að vera out er að vera in“. Það þýðir sem sagt að fara út fyrir þægindarammann sinn og ekki elta aðra, hugsa fyrir sjálfan sig. Þannig já ég mæli með þessu fyrir alla sem því þora.

Hvernig er „týpískur“ dagur hjá þér?
Tökum klassískan mánudag:
Vakna, snooze, snooze, snooze, dæli í mig morgunkorni, hjóla í vinnu, vinn, bumbuboltast, ætla að fara að sofa snemma, er alltof lengi í tölvunni og fer þar af leiðandi að sofa alltof seint.

Stefnir þú á að flytja aftur heim til Íslands?
Ég flutti út með það að markmiði að finna sjálfan mig. Ég flyt heim þegar það hefur tekist. Ef ég finn ekki sjálfan mig þá kaupi ég mér bara hund.