Gróðursetning í Selskógi
Vorferð grunnskólanema í Grindavík.
Vorferðir eru vinsælar meðal yngri kynslóðarinnar og víða eru falleg svæði á Suðurnesjum til að ganga um og upplifa. Nemendur í 6. bekk í Grunnskóla Grindavíkur fóru á dögunum í göngu á Þorbjarnarfell og gróðursettu svo plöntur í Selskógi undir öruggri handleiðslu Pálmars Guðmundssonar skógræktarfrömuðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tilefni.