Gróðursetning í Hólmsbergskirkjugarði
Þriðjudaginn 3. júní mættu 9. bekkingar úr Myllubakkaskóla í gróðursetningarferð í Hólmsbergskirkjugarð. Um 40 nemendur ásamt kennurum mættu með strætó og fengu stutt fræðsluerindi um garðana, athafnir tengdar útförum og sáluhlið garðanna í Keflavík. Að loknu nesti var haldið niður fyrir garðinn að Garðveginum þar sem nemendur unnu í rúma klukkustund við gróðursetningu um 270 birkiplantna. Plönturnar voru gefnar úr Yrkjusjóði en í þann sjóð geta grunnskólar sótt um plöntur til gróðursetningar. Það er gaman að segja frá því að þessi samvinna Myllubakkaskóla og Kirkjugarða Keflavíkur heppnaðist vel og er vonandi aðeins byrjun á áframhaldandi samstarfi.