Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grípur augnablikin með símann að vopni
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 12:47

Grípur augnablikin með símann að vopni

„Þetta er hluti af lokaverkefni vinkonu minnar, Esterar Magnúsdóttur, hún er að klára grafíska miðlun í Tækniskólanum,“ segir Birgitta Ína Unnarsdóttir, flugfreyja og ljósmyndari. Birgitta hefur starfað sem flugfreyja hja Icelandair síðan 2004 og segist hafa verið svo heppin að fá að að ferðast víða síðan þá. „Ég hef lengi vel haft áhuga á ljósmyndun og er alltaf að leitast við að ramma allt inn sem mynd hvar sem ég fer, hvort sem það er út um gluggann, á biðstofunni hjá lækninum, í landslaginu eða fólkinu í kringum mig,“ segir Birgitta.

Útskrifuðust saman

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lokaverkefni Esterar var 20 síðna tímarit og í það safnaði hún saman fólkinu í kringum sig og tók það fyrir. „Ég var svo heppin að Ester vildi sýna Instagram myndirnar mínar. Hún er ótrúlega hæfileikarík og að gera góða hluti. Við kynntumst einmitt í sérnámi ljósmyndunnar í Tækniskólanum og útskrifðumst þaðan saman síðustu jól,“ segir Birgitta.

Allar myndir teknar á farsíma
Myndirnar sem koma fram í umfjölluninni eru allar teknar á farsíma Birgittu á ferðalögum hennar innanlands og utan. „Eftir að ég fékk iPhone-inn minn hefur hann alltaf verið til taks og auðveldað mér að fanga augnablikið. En að ná vissu augnabliki getur verið ótrúlega dýrmætt,“ segir hún. Aðspurð um hvort búast megi við sýningu á myndum hennar í framtíðinni segir Birgitta: „Eftir að ein vinkona mín stríddi mér með því að vekja athygli á verkefni Esterar á tímalínunni minni á Facebook hefur komið smá pressa um einhvers konar sýningu,“ segir Birgitta hlæjandi.

 

VF/Olga Björt ([email protected])