Grindvískt flöskuskeyti fannst í Eyjum
Vigri Bergþórsson, 12 ára, henti út flöskuskeytum af frystitogaranum Hrafni GK 111 í júní í fyrra. Var hann þá að veiðum í Kolluál, 64,29°Norður og 26,06°Vestur. Vigri býr að Glæsivöllum 8 í Grindavík.
Að því er fram kemur í vikublaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum fann Örn Einarsson eitt flöskuskeytið í Prestafjöru í Eyjum í síðari hluta nóvember. Hafði hann samband við Vigra og pabba hans. Vigri henti út fleiri flöskuskeytum og var þetta það fyrsta sem hann frétti af. Það gladdi hann mjög að sögn Arnar.