Grindvíkingur ársins útnefndur á þrettándagleði
Hin árlega þrettándagleði fór fram í Gjánni í Grindavík á sunnudag en þar mátti sjá hinar ýmsu kynjaverur. Fjöldi barna skráði sig í búningakeppni og ljóst að mikill metnaður var lagður í marga búninga. Þá fór fram útnefning á Grindvíkingi ársins, en sem kunnugt er hlaut Bjarni Ólason þá nafnbót í ár fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íbúa og félagasamtaka.