Fimmtudagur 5. desember 2013 kl. 08:32
Grindvíkingar tendra jólaljós á laugardag
Kveikt verður á jólatré Grindavíkurbæjar við Landsbankatúnið laugardaginn 7. desember kl. 18:00. Þar verður glatt á hjalla, nemendur Tónlistarskólans taka nokkur lög og öruggar heimildir herma að jólasveinar kíkja í heimsókn til að gleðja ungviðið. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna.