Grindvíkingar í mikilli jólagleði
Það er heldur betur jólagleði í Grindavík um komandi helgi. Kveikt verður á bæjartrénu á Landsbankatúninu á morgun, laugardag kl. 18:00. Veðurspá morgundagsins er hins vegar tvísýn og geta bæjarbúar í Grindavík fylgst með heimasíðu Grindavíkurbæjar til að sjá hvort skemmtidagskrá sem vera á þegar kveikt er á trénu fari fram.
Helgin er undirlögð af jólagleði í Grindavík. Á morgun, laugardag, eru jólatónleikar Tónlistarskólans í Grindavíkurkirkju kl. 11:00 og jólasýning fimleikadeildarinnar í íþróttahúsinu kl. 15:00
Á sunnudag er sunnudagaskóli kl. 11:00 í Grindavíkurkirkju og jólaföndur Foreldrafélags grunnskólans Kl. 11:00-13:00 í Hópsskóla.
Barnabingó Kvenfélagsins í grunnskólanum við Ásabraut kl. 14:00, aðventuhátíð í Grindavíkurkirkju kl. 18:00 og fullorðinsbingó Kvenfélagsins í grunnskólanum við Ásabraut kl. 20:00.