SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Grindvíkingar blása til stórviðburðar eftir afléttingu
Halli Melló og Selma Björns halda uppi fjöri í Grindavík. (Mynd aðsend).
Fimmtudagur 3. mars 2022 kl. 18:07

Grindvíkingar blása til stórviðburðar eftir afléttingu

Grindvíkingar taka afléttingu Covid-19 með krafti og verða með kútmagakvöld í íþróttahúsi Grindavíkur 11. mars næstkomandi. „Við erum stoltir af því að hafa haldið einn af síðustu stórviðburðum ársins 2020 áður en allt skall í lás. Við ætlum einnig að vera á meðal þeirra fyrstu sem halda stórviðburð nú þegar sér fyrir endan á þessu dæmalausa ástandi,“ segir Eiríkur Dagbjartsson í Lionsklúbbi Grindavíkur.

Fyrirtækjum er boðið að styrkja gott málefni með fjárframlögum á kvöldinu og þá verður einnig lítil sjávarútvegssýning á undan kl. 18-20.  Eiríkur segir algengt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum og viðskiptavinum á þetta frábæra sjávarréttakvöld með ótrúlegum fjölda sjávarrétta, en miðaverð er kr. 12.000 kr.  Allur ágóði af þessu kvöldi rennur óskiptur til góðgerðarmála.
Þá verða skemmtiatriði á heimsmælikvarða en Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður og grínari verður veislustjóri en auk hans mæta Selma Björns, Halli Melló og Ari Eldjárn.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Kútmagakvöldið verður haldið í nýjum sal í íþróttahúsi Grindavíkur eins og árið 2020 en það þótti takast einstaklega vel. Maturinn verður í höndum grindvískra kokka sem hafa séð um kútmagakvöldin áður,“ segir Eiríkur.