Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:45

GRINDAVÍKURSKÓLI:

Aukin áhersla á skóla-og menntunarmál Í Grunnskólanum í Grindavík verða um 385 nemendur í vetur, þar af 40 sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta skipti. Að sögn Gunnlaugs Dan Ólafssonar, skólastjóra, munu fimm af 20 bekkjadeildum skólans hefja nám eftir hádegi. „Á næsta skólaári er möguleiki á að skólinn verði einsetinn með því að tekin verði í notkun efri hæð nýrrar byggingar við skólann“ sagði Gunnlaugur. „Ráðnir voru fjórir nýir grunnskólakennarar, Dagný Erla Vilbergsdóttir, Erna Lind Rögnvaldsdóttir, Kristín Björk Guðbjörnsdóttir, og Páll Erlingsson og tveir leiðbeinendur, Sigríður Fjóla Benónýsdóttir og Guðrún Guðrúnardóttir. Ég er bjartsýnn á næsta skólaár, skólinn hefur verið að eflast með markvissara starfi og aukin áhersla hefur verið lögð á skóla og menntunarmál af hálfu bæjaryfirvalda. Fyrir þetta skólaár hefur námsráðgjafi verið ráðinn að skólanum í 50 % starf. og kennsluráðgjafi einnig í hlutastarf.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024