Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavíkurbraut verður Norðurljósavegur
Þriðjudagur 6. mars 2012 kl. 13:18

Grindavíkurbraut verður Norðurljósavegur

Tillaga formanns skipulags- og umhverfisnefndar um breytingu á nafni Grindavíkurbrautar, sem liggur frá Nesvegi vestur fyrir Þorbjörn að Grindavíkurvegi, í Norðurljósaveg var lögð fram í bæjarstjórn Grindavíkur á dögunum.
Tillagan hefur verið til umsagnar hjá Vegagerð, lögreglu og þeim aðilum sem eru með heimilisfang skráð við Grindavíkurbraut. Engar athugasemdir hafa borist. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á nafni Grindavíkurbrautar í Norðurljósaveg.

Myndin: Norðurljósin eru heiðruð með nafni á götu í Grindavík. Ljósmyndina tók Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024