Grindavíkurbær skellti Árborg
Grindavíkurbær fór á kostum í Útsvari, spurningakeppni Sjónvarpsins, á föstudagskvöld þegar liðsmenn Grindavíkur lögðu Árborg með 108 stigum gegn 60. Þar með hafa Grindvíkingar brotið blað í sögu Útsvars því þetta er í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3. umferð og þar með átta liða úrslit.
Grindavíkurliðið var skipað þeim Daníel Pálmasyni, Agnari Steinarssyni og Margréti Pálsdóttur. Auk þess að vera ljóngáfuð voru þau ljómandi skemmtileg og greinilegt að einvaldurinn hefur sett saman afbragðs lið fyrir hönd bæjarins.
Grindavíkurliðið gaf Árborg gjöf frá ferðaþjónustuaðilum í bænum; Salthúsinu, Aðal-braut, Fjórhjólaævintýriinu og Bláa lóninu.