Grindavík: Sjóarinn síkáti um helgina
Sjóarinn síkáti, hin árlega bæjarhátíð Grindvíkinga fer fram um helgina. Hátíðin verður sett á morgun, föstudag og stendur yfir fram á sunndagskvöld með þéttskipaðri og afar fjölbreyttri dagskrá.
Gefin hefur verið út vegleg dagskrá sem hægt er að nálgast á PDF formi á vefsíðu Grindavíkurbæjar. www.grindavik.is
Á dagskrá föstudagsins er m.a. að finna, ljósmyndasýningu í Saltfisksetrinu, tónleika og bryggjuball um kvöldið þar sem South River Band, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds koma fram ásamt Bigalow úr Grindavík.
Á laugardeginum fer farm golfmót og körfuboltamót, vatnsstríð og kappróður, sýningar af ýmsu tagi, streethokkýmót og pílukast keppni svo eittvað sé nefnt. Um kvöldið mun fólk svo skemmta sér við dans og söng.
Sunnudagurinn hefst með þríþrautarkeppni og eftir hádegi verður vegleg skemmtidagskrá við höfnina með sjómannadagssniði.
Fólk er hvatt til að kynna sér dagskrána vel því þar er margt að finna við allra hæfi.
Mynd: Frá Sjóaranum síkáta, þar sem fólk m.a. tekst á við hinar ýmsu mannraunir eins og hér sést.