Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Grindavík: Gengið um slóðir Kaldalóns í kvöld
Fimmtudagur 15. ágúst 2019 kl. 15:52

Grindavík: Gengið um slóðir Kaldalóns í kvöld

Gengið verður um söguslóðir tónskáldsins og héraðslæknisins Sigvalda Kaldalóns Grindavík í kvöld en gangan er liður í verkefninu Útivist í Geopark.

Það eru Söngvaskáld á Suðurnesjum sem leiða gönguna og mun Dagný Maggýjar segja frá veru Kaldalóns í Grindavík og tónlist hans á milli þess sem Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson taka lagið. 
Gangan hefst í Grindavíkurkirkju, enda Kaldalóns mikið trúarskáld og á leiðinni verða flutt þekkt lög eins og Suðurnesjamenn, Erla góða Erla, Ég lít í anda liðna tíð og auðvitað sjálf Hamraborgin.

Það eru allir velkomnir í gönguna og eru menn hvattir til þess að klæða sig eftir veðri og aðstæðum. 
Mynd frá tónlistargöngu söngvaskálda sl. sumar þar sem mikill fjöldi tók þátt en göngurnar hafa verið vinsælar þar sem fléttað er saman sögu, útivist og tónlist.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024