Grindavík: Frábær dagskrá á menningarhátíðinni í dag
Dagskrá menningarvikunnar í dag, sunnudag, er fjölbreytt og skemmtileg. Í Flagghúsinu kl. 14 verða fræðsluerindi um eldfjöll og hraunhella. Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur, flytur erindi um eldfjallagarða og framtíðarsýn. Ómar Ómar Smári Ármannsson flytur erindi um grindvíska hella og Kristján Sæmundsson jarðfræðngur fjallar um jarðfræði Reykjaness.
Brúðuleikhús verður í Kvennó kl. 17 þar sem sagan sígilda um Mjallhvít og dvergana sjö verður sýnd. Helga Arnalds er í hlutverki sögukonunnar en sýningin er í boði foreldrafélaganna á leikskólunum.
Í Flagghúsinu í kvöld kl. 20 verður Kaldalónskvöld. Dagskráin er eftirfarandi:
„Læknirinn í Grindavík" - æviágrip. Gunnlaugur Jónsson, dóttursonur Sigvalda flytur. Kór Tónlistarskóla Grindavíkur. Stjórnandi: Rósalind Gísladóttir. Undirleikari: Frank Herlufsen. Einleikur á píanó: Unnur Guðmundsdóttir. Valdimar Hilmarsson baritón söngvari. Undirleikari: Tómas Guðni Eggertsson.
„Læknirinn í Grindavík" - æviágrip. Gunnlaugur Jónsson, dóttursonur Sigvalda flytur. Kór Tónlistarskóla Grindavíkur. Stjórnandi: Rósalind Gísladóttir. Undirleikari: Frank Herlufsen. Einleikur á píanó: Unnur Guðmundsdóttir. Valdimar Hilmarsson baritón söngvari. Undirleikari: Tómas Guðni Eggertsson.
Kl. 20 verður Kaffihúsakvöld í Slysó. Órafmögnuð tónlistaratriði. Hæfileikar unga fólksins fá að njóta sín. Meðal flytjenda eru Gígja Eyjólfsdóttir, Stefanía Margeirsdóttir, Agnes Björk Andradóttir, Óskar Kristinn Vignisson og Jón Ágúst Eyjólfsson. Veitingasala til styrktar Slysavarnarfélaginu Þórkötlu.