Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grindavík: Fjölbreytt dagskrá á Þjóðhátíðardaginn
Þriðjudagur 19. júní 2007 kl. 11:37

Grindavík: Fjölbreytt dagskrá á Þjóðhátíðardaginn

Mikið var um dýrðir í Grindavík á 17. júní þar sem fjölmenni kom saman á hátíðardagskrá.

 

Dagskráin hófst með hátíðarmessu í Grindavíkurkirkju, en eftir það fengu börnin sitthvað fyrir sinn snúð. M.a. flaug Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri yfir svæðið og kastaði út karamellum.

Hin hefðbundna skrúðganga var á sínum stað þar sem gengið var frá kirkjunni að Saltfisksetrinu með Fjallkonuna í fararbroddi. Þar fóru fram margs konar skemmtiatriði og uppákomur, en meðal annars má nefna fjöllistamanninn Gareth, grallarana Skoppu og Skrítlu auk margvíslegra tónlistaratriða.

 



Ljósmyndari VF, Þorsteinn Gunnar Kristjánsson, var að sjálfsögðu á staðnum og tók meðfylgjandi myndir, en fleiri slíkar má sjá í myndasafni með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024