Grillvinir úr Reykjanesbæ taka þátt í Grillsumarinu Mikla
Kosningin hafin
Soho Grillvinafélagið samanstendur af nokkrum vinum úr Reykjanesbæ en þeir taka þátt í Grillsumarinu Mikla á vegum Innnes. Keppnin snýst um það að keppendur fá afhenda matarkörfu fulla af gómsætum hráefnum. Úr því þarf að gera tvo rétti á 60 mínútum og aðeins má nota grill og ímyndunaraflið. „Magnús nokkur Guðmundsson ákvað að skrá okkur félaganna án þess að láta okkur vita, svo var bara valið úr umsóknum og við komumst í gegn. Við slógum bara til og ákváðum að gera að gera smá grín úr þessu í leiðinni,“ sagði Ásgeir Elvar einn meðlima Soho Grillivinafélagsins. Myndbandið er skemmtilegt og frumlegt en m.a. nokkrir landsliðsmenn í körfubolta mæta á svæðið og fá að taka eina létta æfingu og snæða sér á grillmat. Í verðlaun er sælkeraferð til Búdapest með Heimsferðum fyrir sigurliðið en kosningin hófst í fyrradag og hægt er að kjósa með því að smella hér og setja "Like" við myndbandið en kosningu lýkur 20. ágúst.