Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grilluðu yfir framan nefið á detox-fólkinu
Mánudagur 8. júní 2009 kl. 16:20

Grilluðu yfir framan nefið á detox-fólkinu


Segja má að börnin í Háaleitisskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ hafi ögrað nágrönnum sínum í Detox Jónínu Ben nú fyrir helgina. Vorhátíð skólans var haldin fyrir helgi og meðal annars var grillveisla fyrir nemendur.

Í næsta húsi við Háaleitissskóla er hins vegar detox-meðferðarstöð Jónínu Benediktsdóttur, þar sem aðeins eru ávextir og grænmeti í boði og því má ætla að ilmurinn af grillmatnum hafi kveikt í einhverjum sem höfðu ekki fengið kjötbita í hálfan mánuð.

Ekki sáust neinir „detox-arar“ læðast yfir götuna og fá sér grillmat en án efa hefur grilllyktin vakið upp í það minnsta minningar um góða steik.

Vorhátíðin tókst í alla staði vel og börnin skemmtu sér vel í leikjum og hoppikastala sem komið hafði verið fyrir á lóð skólans. Háaleitisskóli er nú kominn í sumarfrí.

Efsta myndin: Grillað við Háaleitisskóla. Detox-stöðin í baksýn þar sem aðeins er boðið upp á ávexti og grænmeti og grillveislur þekkjast ekki.




Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Það var líf og fjör í hoppikastalanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024