Grillað í Grindavík
Það var margt um manninn við íþróttahúsið í Grindavík í gær þegar framboðin fimm til sveitarstjórnarkosninganna tóku sig saman og grilluðu fyrir leik Grindavíkur og Vals. margir mættu í góðviðrinu og var góð stemming á meðal fólks. Þess má geta að sameiginlegur framboðsfundur verður í grunnskólanum í kvöld kl. 20:00.
Myndir/www.grindavik.is