Greifarnir í Stapa næsta laugardag
Stórdansleikur með Greifunum verður í Stapanum laugardagskvöldið 6. nóvember. Að sögn Kristjáns Viðars Haraldssonar, söngvara Greifanna, var kominn tími til að slá upp alvöru dansleik á Suðurnesjum þar sem 12 ár eru liðin síðan þeir spiluðu þar síðast. Þá séu liðin 24 ár síðan þeir spiluðu í fyrsta skiptið á Reykjanesi á stórdansleik sem Valþór Óla stóð fyrir í Grófinni árið 1986.
Árshátíð verður í Stapa þetta kvöld en þegar henni lýkur verður húsið opnað almenningi og slegið upp balli með Greifunum. DJ Alli Jónatans og Valþór Óla spila í pásum og sjá um að halda fólki í góðum gír á dansgólfinu. Viddi Greifi segir það mikla tilhlökkun hjá strákunum í hljómsveitinni að koma og létta uppá tilveruna með alvöru balli í Reykjanesbæ. Vinsælustu lög sveitarinar munu hljóma og eitthvað af nýlegum lögum verður á spilunarlistanum. Miðasala verður við innganginn en forsala miða hófst í Gallerý Hafnargötu 32, mánudaginn 1. nóv.
Á Facebook er hægt að sjá allt um balliðog jafnvel vinna sér inn miða: http://www.facebook.com/event.php?eid=137656242948160
Þeir sem setja sig í mætingu og deila viðburðinum á veggnum hjá sér geta verið dregnir út og fengið boðsmiða á ballið, dregið 3. nóvember á Facebook.
Mynd: Greifarnir fyrir margt löngu á balli í Stapa.